D&D klúbburinn leitar að DýflissuMeisturum

D&D klúbbur Tækniskólans undirbýr ævintýri vetrarins og er fyrsta skrefið að fá dýflissumeistara (DM’s) til þess að halda utan um spilahópana.

Allir sem hafa áhuga á því að stjórna ævintýri í D&D eru hvattir til þess að skrá sig.

Auglýst verður eftir leikmönnum síðar.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfang klúbbsins, [email protected].