Nýnemaferð Tækniskólans

Í upphafi hvers skólaárs býður NST (Nemendasamband Tækniskólans) nýnemum upp á skemmtilega dagsferð þar sem nýjum nemendum skólans gefst tækifæri á að kynnast hvort öðru og félagslífi skólans með skemmtilegri dagskrá og leikjum.

Að þessu sinni er ferðinni heitið á Stokkseyri þar sem boðið verður upp á fimm smiðjur. Eftir fyrstu tvær smiðjurnar verður boðið upp á pizzaveislu frá Domino’s í boði NST.

Smiðjurnar sem verða í boði eru:
– Bubblubolti
– Spilasmiðja
– Kajak
– Leikjasmiðja
– Draugasetrið

Enginn er neyddur til þess að taka þátt í neinu sem viðkomandi vill ekki taka þátt í.

Allir nemendur sem fara í nýnemaferðina fá leyfi frá kennslu meðan á ferðinni stendur. Aðrir nemendur þurfa að mæta skv. stundaskrá.
Miðaverð í ferðina er 5000 kr.

Auk skemmtidagskrárinnar verða fulltrúar stjórnar og nefnda NST á staðnum til þess að kynna fjöbreytt félagslíf skólans og að taka við skráningum nýnema í nefndir og ráð.
Fulltrúar peysunefndar verða einnig á staðnum að selja NST peysur og annan varning.
Loks verður opnað fyrir miðasölu á Nýnemaball Tæknó, Borgó og FÁ í ferðinni og fá nýnemar forgang til miðakaupa í einn sólarhring.

Hér má finna miðsölu í nýnemaferðina.
Miðasalan lokar þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13:30 og verður ekki hægt að kaupa miða eftir þann tíma.