Kosningum frestað

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur aðalfundi NST ásamt kosningum til miðstjórnar NST og stjórna skólafélaga Tækniskólans verið frestað fram á haust með það að markmiði að auka þátttöku í kosningunum og til að gefa frambjóðendum betri vettvang til að kynna framboð sín.

Kosningar munu fara fram í upphafi næsta skólaárs. Hér að neðan má sjá þau félög sem munu halda kosningar í haust:

  • Nemendasamband Tækniskólans (NST)
  • Skólafélag Byggingartækniskólans
  • Skólafélag Tæknimenntaskólans (NTM)
  • Skólafélag Skipstjórnarskólans
  • Skólafélag Upplýsingatækniskólans (Eniac)
  • Skólafélag Raftækniskólans (SRS)
  • Skólafélag Handverksskólans

Samhliða kosningunum í haust verður einnig auglýst eftir áhugasömum nemendum til að sitja í nefndum og ráðum innan NST.

Árshátíðarvika Tækniskólans

Árshátíðarvikan fer fram 24.-27. febrúar

Dagskrá:

Mánudagur 24. febrúar
Laser Tag mót
Laser Tag, Salavegi 2 Kópavogi
Verð: 1000kr.
kl. 20:00
Skráning í Laser Tag

Þriðjudagur 25. febrúar
Rush Trampólíngarður
Rush Kópavogi
kl. 20:00
Verð: 1500kr. (sokkar innifaldir í verði)
skráning í Rush

Miðvikudagur 26. febrúar
Söngkeppni Tækniskólans
Hátíðarsal Sjómannaskólans v. Háteigsveg
kl. 20:00
Frítt inn
Skráning í söngkeppnina

Fimmtudagur 27. febrúar
Árshátíðarball Tæknó, FÁ og FB
Spot Kópavogi
22:00 (húsið lokar kl. 23)
Verð: 3500
Innanskóla miðasala
Utanskóla miðasala

Söngkeppni NST

Skráning er hafin í söng­keppni Tækni­skólans sem fer fram í hátíðarsal Sjó­manna­skólans við Háteigsveg 14. febrúar. Sig­ur­vegari keppn­innar keppir fyrir hönd Tækni­skólans í söng­keppni fram­halds­skól­anna sem fram fer á Akra­nesi 13. apríl.

Skráning í söngkeppni Tækniskólans er hafin og eru allir áhuga­samir söng­fuglar hvattir til að taka þátt.

Aðstoð við útfærslur og und­ir­spil eru í boði fyrir þá sem það vilja en kepp­endum er einnig frjálst að koma með sitt eigið “play­back”.

Nánari upp­lýs­ingar um keppnina veitir Valdi félags­mála­full­trúi í síma 698 3857 eða í gegnum tölvupóst.