MASKÍNAN

MASKÍNAN – SKRÁNINGARVIKA NST

Nýnemafulltrúi í miðstjórn – viltu þú vera í stjórn NST – Gabbi, Ívar, Eva, Katla og Númi leita að nýnema!

MORFÍs – Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna – Tækifærið er núna ef þér finnst gaman að tala, koma fram og rökræða.

Gettu betur lið Tæknó – Skráðu þig í prufur fyrir lið Tækniskólans í spurningakeppni íslenskra framhaldsskóla.

Ritnefnd – Peysó – ÍÞRÓ – Hagsmunaráð – Viltu taka viðtöl, gefa út blað, hann skólafötin, halda körfuboltamót eða ræða hagsmunamál nemenda?

Rafíþrótta lið TÆKNÓ – FRÍS er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla – TÆKNÓ er með lið – skráðu þig í prufurnar.

Leikfélagið MARS – Leika, hanna leikmynd, læra á leikhúsljós, sjá um hár og förðun. Hlutverk fyrir alla!

Skemmtó – heldur böllin, græjar þemavikur, minni viðburði í hverri byggingu, skipuleggur söngkeppni MS og aðstoðar fleiri minni viðburði.

Tónlistarklúbburinn – hittist miðvikudagi á Hátegisvegi – heldur Tónaflugið viðburð sem höfðar til allra sem hafa mikinn áhuga á að hlusta á og búa til tónlist.

Nýnemarave

NST ætlar að dansa í iÐNÓ fimmtudaginn 31. ágúst!!!

MIÐASALA ER BYRJUÐ! En bara fyrir nýnema. Miðvikudag og fimmtudag geta aðeins nýnemar keypt miða. Þið finnið hlekk á miðasölu í pósthólfi á Innu.

Á föstudaginn 25. ágúst kl. 12:00 opnar miðasala fyrir aðra nem­endur Tækni­skólans. Fáið link á miðasölu í töluvpósti og við póstum honum í story á Instagram. Miðasala fyrir gesti sem eru ekki  í Tækniskólanum opnar kl. 12:00 mánu­daginn 28. ágúst. Miðasala á ballið lokar 12:00 miðvikudaginn 30. ágúst.

Miðaverð er 5.000 kr. fyrir nem­endur í Tæknó en 6.000 kr. fyrir aðra gesti. Ballið byrjar kl. 22:00 en það verða allir að vera mættir þangað með skilríki fyrir kl. 23:00 þegar húsið lokar. Ballinu lýkur kl. 01:00.

Áður en þú kaupir miða skalt þú lesa allt um skólaböll það eru nefnilega reglur sem gilda. Ölvun ógildir miðann!