Kosningar um formann NST

Á fimmtudaginn og föstudaginn kjósum við um formann NST á INNU! Tveir nemendur eru í framboði – nýttu kosningarétt þinn og kynntu þér málið! Kosningar á Innu byrja kl. 10:00 á fimmtudaginn 11. maí og lýkur á miðnætti föstudaginn 12. maí.

Gabríel Agueda er 17 ára nemandi á Hönnunar og nýsköpunarbraut Tækniskólans. Hann býður sig fram sem formann NST til þess að gera skólann okkar að skemmtilegri stað. Markmið hans er t.d. að stækka viðburði, gera þá mun betri, bæta félagslífið, nýta matsalinn og framtíðarstofuna betur.

„Þín skoðun skiptir máli!!! Gabríel Agueda 2023!!!“

Ívar Máni er 17 ára og er á Tölvubraut Hönnun. Ívar sat í miðstjórn NST þetta skólaár og var formaður ENIAC. Hann býður sig fram til þess að halda áfram að taka þátt í æðislegu starfi en líka til þess að breyta hlutum innan skólans.

„Er með endalaust af hugmyndum fyrir auka events og fjáröflun mögulega fyrir NST. En hinsegin mál eru efst á listanum hjá mér :)“

Takk fyrir okkur, magnaða Mars!

„Dásamlegt að fylgjast með okkar listfengu og hæfileikaríku nemendum í frumlegri og skemmtilegri uppsetningu á Lísu í Undralandi í hátíðarsal Sjómannaskólans. Gleðin skein úr hverju andliti í lok sýningar,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari eftir frumsýningu leikfélagsins á föstudaginn ❤️

Bjartur Örn Bachmann leikstjóri, takk fyrir jákvætt viðhorf, góða orku og fyrir að leggja þig allan fram í leikverkið. Takk leikfélagið Mars fyrir að vera frábær og best. Og sérstakar þakkir fær stjórn leikfélagsins þau Bjartur Sigurjónsson, Elma Eik Tulinius, Gudrún Gígja Vilhjálmsdóttir, Hrefnu Hjörvarsdóttur, Katla Rún Arnórsdóttir og Ragnar Ágúst Ómarsson, hjartanlegar þakkir fyrir alla vinnuna, góðu gildin ykkar og leikgleðina. Takk fyrir okkur!