Undanúrslit Gettu betur

Eftir sann­fær­andi sigur á FÁ í 8-liða úrslitum tryggði lið Tækni­skólans sér sæti í undanúr­slitum í fyrsta skiptið í sög­unni.

Andstæðingar Tækni­skólans að þessu sinni er lið Verzl­un­ar­skóla Íslands. Keppnin fer fram kl. 19:40 föstu­dags­kvöldið 5. mars og verður í beinni útsend­ingu á RÚV.

Sem fyrr eru það Auður Aþena Ein­ars­dóttir, Þorsteinn Magnússon og Emil Uni Elvarsson sem skipa lið Tækni­skólans.