LaserTag

LaserTag mót NST fer fram miðvikudaginn 24. nóvember kl. 19:00 í LaserTag við Salaveg í Kópavogi (undir Nettó).

Skráning liða er hafin. Vegna fjöldatakmarkana komast færri að en vilja. Alls er pláss fyrir 8 lið og gildir að fyrstu 8 liðin til að skrá sig ganga fyrir.
Í hverju liði eru 5 leikmenn.

Verð er 2500 kr. á mann (12500 kr. á lið).
Innifalið í verðinu eru 4 leikir ásamt pizzu og gosi.

Leiklistarnámskeið

Leikfélag Tækniskólans, Desdemóna, býður nemendum Tækniskólans á frítt leiklistarnámskeið.


Námskeiðið fer fram í matsal Tækniskólans við Skólavörðuholt og verður fjögur skipti, á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:00. Fyrsta skiptið verður mánudaginn 8. nóvember.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gunnar Smári Jóhannesson, en hann mun einnig sjá um að leikstýra leiksýningu sem stefnt er að því að setja upp á vorönn.

Allir áhugasamir eru velkomnir. Engin sérstök skráning fer fram, það er nóg að mæta bara.

Aðalfundur NST 2021

Aðalfundur Nemendasambands Tækniskólans 2021 verður haldinn fimmtudaginn 25. nóvember kl. 16:00 í stofu S400 á Skólavörðuholti.

Dagskrá fundarins:

  1. Afhending fundargagna.
  2. Setning aðalfundar. 
  3. Formaður NST skal stýra fundinum og ritari NST skal rita fundargerð
  4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
  5. Viðburðir NST kynntir.
  6. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. 
  7. Lagabreytingar.
  8. Önnur mál.
  9. Slit aðalfundar.

Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn minnst þremur heilum dögum fyrir aðalfund (22. nóvember) og skulu þær aðgengilegar félagsmönnum á vef NST síðustu tvo dagana fyrir aðalfund. Lagabreytingartillaga telst samþykkt fái hún meirihluta greiddra atkvæða á aðalfundi. Ef engar lagabreytingartillögur koma fram, skulu lög gilda óbreytt fram að næsta aðalfundi eða aukaaðalfundi.

Tillögur til lagabreytinga berist á [email protected]

Miðstjórn Nemendasambandsins hefur lagt til 22 breytingar á lögum sambandsins.

Hér má finna gildandi lög NST.