Sumarball

Fimmtudaginn 5. maí verður haldið Sumarball NST og NFB á Spot í Kópavogi.

Miðaverð er 3500 kr. fyrir nemendur í Tækniskólanum og FB en 4500 kr. fyrir aðra gesti.
Innanskóla miðasala
Utanskóla miðasala

Fram koma:

Steindi og Auddi
Séra Bjössi
Sprite Zero Klan
Daniil
Háski
DJ Ragga Hólm

Húsið opnar kl. 22:00 og verður gestum ekki hleypt inn eftir kl. 23:00.
Ballinu lýkur kl. 01:00

Ölvun ógildir miðann.

Kosningar NST 2022

Þriðjudaginn 26. apríl opnar fyirr kosningar til stjórnar NST og skólafélaga Tækniskólans 2022 og lýkur kosningunni föstudaginn 29. maí.

Skólafélög Tækniskólans eru þrjú:
– Skólafélag nemenda á Skólavörðuholti
– Skólafélag nemenda í Hafnarfirði
– Skólafélag nemenda á Háteigsvegi

Hlutverk skólafélaganna er að halda úti virku félagslífi fyrir nemendur í sínum húsum og gæta hagsmuna nemenda á hverjum stað.
Í stjórn hvers félags sitja 5 einstaklingar.

Miðstjórn NST er skipuð 7 einstaklingum:
– Formanni
– Varaformanni
– Ritara
– Fulltrúa nemenda á Háteigsvegi (formaður skólafélagsins nemenda á Háteigsvegi)
– Fulltrúa nemenda í Hafnarfirði (formaður skólafélags nemenda í Hafnarfirði)
– Fulltrúa nemenda á Skólavörðuholti (formaður skólafélags nemenda á Skólavörðuholti)
– Fulltrúa nýnema (sem er kjörinn á haustönn)

Í sum embætti eða stjórnir skila sér ekki alltaf nægilega mörg framboð til þess að kjósa þurfi um stöður og er því sjálfkjörið í þau embætti.
Í ár er kosið milli 5 frambjóðenda í embætti formanns NST ásamt því að kosið er milli 6 frambjóðenda í stjórn skólafélags nemenda á Skólavörðuholti.

Á kosningavef NST er hægt að kynna sér frambjóðendur betur. Kjörseðlar verða svo sendir út í gegnum innu þriðjudaginn 26. apríl og verða opnir til hádegis föstudaginn 29. apríl.

Kubburinn 2022 – LAN Tækniskólans

Dagana 29. apríl – 1. maí verður Kubburinn 2022 haldinn í íþróttahúsinu Digranesi.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við FB, MÁ, Tuddann og RÍSÍ.
Skráning fer fram á 1337.is og kostar 4000 kr. á mann.
Keppt verður í CS:GO, League of Legends, Rocket League, Overwatch, StarCraft, Valorant, Minecraft og fleiri leikjum.
Heildarverðmæti vinninga er yfir 400.000 kr.

Allir þátttakendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að skila leyfisbréfi þegar mætt er á LANið.

Eins og allir viðburðir NST er Kubburinn er áfengis-, vímuefna-, rafrettu- og tóbakslaus viðburður og varðar neysla þessara efna við brottrekstur.