Dungeons & Dragons klúbbur

Skráning er hafin í D&D-klúbb Tækniskólans

D&D klúbburinn er klúbbur fyrir þá sem spila Dungeons & Dragons eða hafa áhuga á að prufa. Þeir sem skrá sig í klúbbinn verða paraðir saman í spilahópa eftir því staðsetningu og hentugum tímasetningum.

Dungeons & Dragons er hlutverkaspil þar sem leikmenn takast á við fjölbreytt ævintýri undir leiðsögn dýflissumeistara sem stýrir gangi leiksins og skapar söguna í samvinnu við leikmenn.

Sérstaklega er óskað eftir aðilum sem treysta sér til þess að vera dýflissumeistara (DM‘s) en allri sem hafa áhuga á að prufa eða að spila eru velkomnir.

Skráning er hafin og henni lýkur föstudaginn 3. september.

Rafíþróttalið Tækniskólans

Tækniskólinn verður með prufur fyrir rafíþróttalið sem mun taka þátt í rafíþróttamótum, þ.m.t. Framhaldsskólaleikunum, Rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldið verður í vetur 2021. Skráning er hafin í prufur fyrir liðið.

Prufurnar verða haldnar uppúr 9. september og verða rafrænar. Þá mun þjálfarinn leggja mat á þátttakendur og skipa í lið. Gerð verður krafa um að í hverju þessara liða verði fólk af fleiri en einu kyni.

Leitast er eftir spilurum í eftirfarandi leiki fyrir FRÍS mótið:

CS:GO
FIFA
Rocket League
COD: Warzone (Off season mót)

Þar að auki býðst að búa til lið í fyrir eftirfarandi leiki sem munu æfa og taka þátt í öðrum mótum:

DOTA 2
League of Legends
Overwatch

Æfingar verða í umsjón Vigfúsar Karls Steinssonar ásamt vikulegum fundum þar sem öll liðin koma saman. 

Skráningu lýkur mánudaginn 6. september.

Nýnemaferð Tækniskólans

(English below)

Árlega er farið í nýnemaferð þar sem nýir nemendur í Tækniskólanum fá tækifæri til að kynnast innbyrðis og skemmta sér saman. Um er að ræða dagsferð. Að þessu sinni verður farið á Stokkseyri í skemmtidagskrá í fjórum hlutum.

Hópnum verður skipt í fjóra hluta sem fara í 1 klst. dagskrá í einu. Það sem verður á dagskrá er eftirfarandi:

  • Kajakferð
  • Bubblubolti
  • Leikjadagskrá
  • Sund

Enginn er neyddur til þess að taka þátt í neinu sem hann/hún/hán treystir sér ekki í. Eftir tvær smiðjur verður gert hlé og pylsur/bulsur grillaðar fyrir hópinn auk þess sem að Nemendasamband Tækniskólans (NST) verður með stutta kynningu á félagslífi skólans og nemendur kjósa sér fulltrúa nýnema í stjórn sambandsins.

Lagt verður af stað frá aðalbyggingum skólans (Háteigsvegi, Flatahrauni og Skólavörðuholti) stundvíslega kl. 9:00 og gert er ráð fyrir því að allir verði komnir aftur til baka kl. 17:00. Það er mikilvægt að allir sem eru skráðir í ferðina séu mættir kl. 8:15.

Ferðalangar þurfa að hafa með sér eftirfarandi hluti:

  • Föt eftir veðri
  • Góða skó
  • Sundföt

Sóttvarnir

Nemendum verður raðað í rútur og verða að vera í sömu sætum fram og til baka.
Allir verða að vera með grímur meðan setið er í rútunni.
Þeir sem eru saman í rútu verða saman í hóp í dagskránni, til að takmarka blöndun nemendahópsins.

Það kostar 4000 kr. að taka þátt og fer skráning og miðasala fram hér að neðan.
Miðasölu lýkur kl. 13:30 daginn fyrir ferð.

Miðasala fyrir Hafnarfjörð og Háteigsveg (25. ágúst)
Miðasala fyrir Skólavörðuholt (26. ágúst)

Tækniskólinn new student trip

Every year new students are invited to take part in a trip out side Reykjavík where they get a chance to get to know each other a little bit and have some fun together. This year we will be visiting Stokkseyri and there will be a four part entertainment program.

All students will be split up into four groups that will partake in one hour long workshop at a time. The worksops are as follows:

  • Kayak trip
  • Bubble ball
  • Team building
  • Swimming

No one is forced to take part in any activities they don‘t feel comfortable with. After two workshops there will be a lunch break, hot dogs and a vegan option will be available. During the lunch break the student council will have a short presentation on the social activities available in the school and hold an election, enabling the freshmen to elect their representative on the student council.

Participants in the trip will leave via bus at 9:00 and return at 17:00. It‘s imperative that everyone is at the school and ready to get on the bus at 8:15.

Participants need to have the following things:

  • Clothing according to weather
  • Good shoes
  • Swimwear

COVID restrictions

Students will be assigned to buses and must sit in the same seats on the way to and back from Stokkseyri.
All participants must wear a face mask while on the bus.
People on the same bus will be partnered up for the workshops to limit the mixing of groups.

Tickets for the trip are 4000 kr. and can be bought via the links below.
Ticket sales close at 13:30 the day before the trip.

Tickets for students in Hafnarfjörð and Háteigsveg (25. ágúst)
Tickets for students in Skólavörðuholt (26. ágúst)