22. apríl til 24. apríl kjósa nemendur um forseta og varaforseta NST. Kosið er á INNU!
Í FRAMBOÐI TIL FORSETA NST ERU ANDRI OG EVA KAREN
——————————————————————————————————–
EVA KAREN JÓHANNSDÓTTIR
Eva Karen er 17 ára og á Pípulagningabraut og er að taka stúdentspróf samhliða. Eva er búin að sitja í miðstjórn NST seinasta árið og veit því vel hvernig á að framkvæma hluti innan stjórnar og er hún búin að taka að sér mörg verkefni og skila þeim frá sér með glæsibrag.
Síðasta haust var Eva kosin inn í stjórn SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) og er þar iðnnemafulltrúi, Eva er mjög drífandi og dugnaðarsöm og tekur við öllum verkefnum sem koma til hennar. Hún er með mörg verkefni í huga til þess að efla skólann til hins betra. @xevaiforseta ef þið viljið kynnast mér betur.
————————————————————————————————————–
Í FRAMBOÐI TIL VARAFORSETA NST – DAVÍÐ, VIKTORÍA OG ÆSA
DAVÍÐ ÖRN ARNARSSON
Ég heiti Davíð oftast kallaður Dabbi og er á öðru ári á hönnunarbraut. Ég hef verið að vinna mikið að gera graffíti, grafískri hönnun og að teikna.
Ég er jákvæður, hugmyndaríkur og traustverðugur. Ég koma til dæmis BUZZ hleðslukubbunum í Tækniskólann á Skólavörðuholti.
Ég hef góða reynslu af félagsstörfum úr grunnskóla og vann við markaðsstörf í vetur.
Félagslífið í tæknó skiptir mig miklu máli. Ég er tilbúinn à hlusta á raddir nemanda og tala fyrir þeim breytingum sem þið viljið sjá í skólanum.
————————————————————————————————————–
VICTORÍA TAKACS
Ég heiti Victoría Takacs og er 16 ára nemandi á hársnyrtiönn Tækniskólans. Ég býð mig fram í embætti varaforseta NST þar sem ég hef lengi haft áhuga á félagsstörfum og eins fjölbreyttur og Tækniskólinn er þá finnst mér mikilvægt að pæla í öllum hliðum en ekki bara sinni eigin.
Markmiðin mín eru að hlusta á hliðar annara og púsla þeim sem eina heild, einnig bæta félagslíf skólanns og allt í allt hjalpa við að gera skólann sem bestu útgáfu af sjálfum sér. X-Victoria!
————————————————————————————————————–
ÆSA MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR
Hæhæ Tæknó nemendur, ég heiti Æsa Margrét og er á mínu fyrsta ári á nýsköpunar- og hönnunarbraut. Mér þykir ofboðslega vænt um fólkið í kringum mig og þau geta alltaf leitað til mín um hvað sem er.
Síðan skólinn byrjaði hef ég verið í Skemmtinefnd Tæknó og hef því góða reynslu af því hvernig hlutir fara fram og hefur mér fundist það starf mjög skemmtilegt en nú er ég að gefa kost á mér í embætti varaforseta NST.
Afhverju ættirðu að kjósa mig í varaforseta?
Ég er drífandi, jákvæð og metnaðarfull, ég legg mig alla fram þegar kemur að því að framkvæma hluti. Félagslífið og mórallinn í Tæknó skiptir mig miklu máli og vil ég stuðla að því að vera með viðburði og skemmtanir fyrir alla. Fólk getur leitað til mín með hugmyndir af því sem þau vilja framkvæma og ég reyni að láta þá hluti gerast. Ég er opin, á ekki erfitt með það að taka á móti ábendingum og gagnrýni og þess vegna ættu þið Tæknó nemendur að setja X við Æsu í varaforseta NST.
————————————————————————————————————–