Ný stjórn NST

Kosningum til miðstjórnarn Nemendasambands Tækniskólans (NST) lauk föstudaginn 25. september. Nýja stjórn skipa:

Formaður: Hálfdán Helgi Matthíasson
Varaformaður: Ólafía Björt Benediktsdóttir
Ritari: Hrefna Hjörvarsdóttir
Fulltrúi nemenda í Hafnarfirði: Helena Dís Friðriksdóttir
Fulltrúi nýnema: Garðar Máni Ágústsson

Nýja stjórnin tók til starfa mánudaginn 28. september og hefur strax hafið vinnu að undirbúningi viðburða og verkefna fyrir veturinn.

Fyrsta verkefni stjórnarinnar er að auglýsa eftir áhugasömum nemendum í nefndir innan sambandsins og mega nemendur eiga von á ákalli til þátttöku á næstu dögum.