Skráning í nefndir NST

Nemendasamband Tækniskólans (NST) óskar eftir áhugasömum nemendum í nefndarstörf innan sambandsins.

Vilt þú leggja þitt af mörkum í félagslífinu í Tækniskólanum?
Ertu með sérstaka þekkingu eða reynslu sem gæti nýst í að bæta félagslífið og láta gott af þér leiða?
Skráðu þig þá hér og vertu með.

Nefndir NST starfa í beinu samstarfi við miðstjórn Nemendasambandsins og vinn að afmörkuðum verkefnum og viðburðum. Það eru engin takmörk fyrir því hvað nemendur geta verið í mörgum nefndum eða hversu margir geta verið í nefndum.