Nýnemaferð 30. – 31. ágúst

Nýnemaferð 30. – 31. ágúst
Ferðinni er heitið á gistiheimilið Art Hostel á Stokkseyri (Hafnargata 9).
Gist verður í eina nótt og lagt verður af stað heim upp úr hádegi daginn eftir. Áætluð heimkoma er klukkan 14:00.

Stjórn NST sér fyrir kvöldvöku, sundlaugarpartýi, grilli o.fl. skemmtilegu sem allt er gert til þess að nýnemarnir kynnist betur hver öðrum sem og nemendafélaginu.

Ferðin er með öllu áfengis og vímuefnalaus og verða starfsmenn skólans með í för en hægt verður að hafa samband við Sigurð Einar Jónsson, félagsfulltrúa (S. 665-1209) meðan á ferðinni stendur.
Síða NST – þar fer miðasalan fram!
ef nemendur lenda í vandræðum við miðakaup má hafa samband á:
[email protected] eða í síma 665 1109
Farangur og leyfisbréf
Taka þarf með sér dýnu, svefnpoka og sundföt og að sjálfsögðu hlý föt í samræmi við veður. Verð fyrir ferðina er 3500 krónur og með fylgir miði á nýnemaballið sem er 1.sept. Skráning og greiðsla fer fram á heimasíðu NST og koma þarf með leyfisbréf í ferðina.

1231492_573276452730356_1515807410_n.jpg 1231615_573273816063953_386856707_n.jpg 1186724_573273492730652_1318756124_n.jpg

Sjana er komin áfram í Söngkeppni framhaldsskólanna

Gaman er að segja frá því að fyrr í þessum mánuði komst hún Sjana, fulltrúi Tækniskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna, upp úr undankeppni fyrir aðalkeppnina. Alls komust tólf skólar áfram og munu flytjendurnir stíga á stokk þann 9.apríl.

Við viljum endilega biðja ykkur um að skoða „like“ síðuna hennar Sjönu á Facebook og endilega „adda“ songkeppni á SnapChat og fylgjast með henni á morgun, fimmtudag.

Hægt verður að nálgast miða á keppnina með því að senda póst á [email protected]

Svo er bara að muna að kjósa þegar þar að kemur, en kosninganúmerið er 900-1006!

Sjana-songkeppni-framhaldsskola-2016 1931472_1562149420750591_5976770165313159223_n