Söngkeppni Tækniskólans

Söngkeppni Nemendasambands Tækniskólans verður haldin hátíðleg í Gamla Bíói fimmtudagskvöldið 5. mars.

Keppnin hefur aldrei verið jafn umfangsmikil og þetta árið.

Í fyrra fór Sara Pétursdóttir fyrir hönd Tækniskólans og lenti í 1.sæti.

Aðgangur er ókeypis en hægt er að nálgast boðsmiða á skrifstofu NST á 5. hæð, Skólavörðuholti.

Skráningu fyrir keppendur má finna hér.

Innanskólamót Tækniskólans í Lazertag

Innanskólamót Tækniskólans í Lazertag verður haldið innan veggja skólans 20.Febrúar. Mótið hefst kl. 18:00 og keppt fram á nótt. Keppt er í 6 manna liðum.

Þeir sem eru með afsláttarkort NST borga einungis 900kr.- á mann.
En annars er verðið 1.900kr.- á mann.

Skráning fer fram á skrifstofu Nemendasambandsins á 5.hæðinni, Skólavörðuholti.

 

lazertag

Tækniskólinn í Gettu betur

Tækniskólinn mun keppa í Gettu betur þann 15.janúar næstkomandi. Mótherjar okkar eru að þessu sinni Framhaldsskólans á Húsavík, en Lið Tækniskólans skipa þau Sædís Birta Stefánsdóttir, Svafar Leó Guðnason og Eyþór Máni Steinarsson.

Við hvetjum alla til að stilla á Rás 2 á fimmtudaginn og fylgjast með.

Áfram Tækniskólinn!

gettu_betur_mynd_13