Kosningar um formann NST

Á fimmtudaginn og föstudaginn kjósum við um formann NST á INNU! Tveir nemendur eru í framboði – nýttu kosningarétt þinn og kynntu þér málið! Kosningar á Innu byrja kl. 10:00 á fimmtudaginn 11. maí og lýkur á miðnætti föstudaginn 12. maí.

Gabríel Agueda er 17 ára nemandi á Hönnunar og nýsköpunarbraut Tækniskólans. Hann býður sig fram sem formann NST til þess að gera skólann okkar að skemmtilegri stað. Markmið hans er t.d. að stækka viðburði, gera þá mun betri, bæta félagslífið, nýta matsalinn og framtíðarstofuna betur.

„Þín skoðun skiptir máli!!! Gabríel Agueda 2023!!!“

Ívar Máni er 17 ára og er á Tölvubraut Hönnun. Ívar sat í miðstjórn NST þetta skólaár og var formaður ENIAC. Hann býður sig fram til þess að halda áfram að taka þátt í æðislegu starfi en líka til þess að breyta hlutum innan skólans.

„Er með endalaust af hugmyndum fyrir auka events og fjáröflun mögulega fyrir NST. En hinsegin mál eru efst á listanum hjá mér :)“

Ný stjórn NST

Kosningum til miðstjórnarn Nemendasambands Tækniskólans (NST) lauk föstudaginn 25. september. Nýja stjórn skipa:

Formaður: Hálfdán Helgi Matthíasson
Varaformaður: Ólafía Björt Benediktsdóttir
Ritari: Hrefna Hjörvarsdóttir
Fulltrúi nemenda í Hafnarfirði: Helena Dís Friðriksdóttir
Fulltrúi nýnema: Garðar Máni Ágústsson

Nýja stjórnin tók til starfa mánudaginn 28. september og hefur strax hafið vinnu að undirbúningi viðburða og verkefna fyrir veturinn.

Fyrsta verkefni stjórnarinnar er að auglýsa eftir áhugasömum nemendum í nefndir innan sambandsins og mega nemendur eiga von á ákalli til þátttöku á næstu dögum.

Framboð til nýnemafulltrúa

3 framboð bárust í stöðu nýnemafulltrúa NST. Hér að neðan eru kynningar á frambjóðendunum:

Birta Dís

Hæ ég heiti Birta Dís og ég býð mig fram sem fulltrúi nýnema.

Ég er ný útskrifuð úr Garðaskóla og er spennt að vera nýnemi í Tækniskólanum. Ég hef mjög gaman af útiveru, hreyfingu og flest öllu fjöri.

Snjóbretti er stórt áhugamál hjá mér ásamt sjósundi, myndlist og hönnun.

Ef fjárans COVID leyfir myndi ég sem fulltrúi nýnema vilja gera hluti eins og lasertag, paintball, göngur, bíókvöld og svo margt fleira. ????

Hlakka til að hitta ykkur,
Kv.
Birta Dís

Garðar Máni

Góðan daginn, gott fólk. Garðar Máni heiti ég, oftast kallaður Garri, og er núverandi nýnemi í Tækniskólanum á Skólavörðuholti. Ég er fæddur og uppalinn í Breiðholtinu í Reykjavík. Ég gekk í Hólabrekkuskóla alla mína skólagöngu en tók tíunda bekkinn í Árbæjarskóla. Ég varð mjög fljótur að hafa áhuga á tölvum, tölvutækni og öllu sem tengist tölvum frá því að ég vera ungur drengur sem og í dag. Ég er mjög róleg og yfirveguð persóna, ljúfur og frábær í alla staði ????. Ég er mjög félagslyndur, og hef gaman að kynnast nýju fólki og allskonar nýjungum í lífinu.

Ég hef aldrei boðið mig fram í einhverskonar kosningum eða sem fulltrúi í einhverju félagi, þannig þetta er nýtt fyrir mér og spennandi. Ég get nú ekki mikið sagt að ég sé með einhverja reynslu í Nemendakosningum sem og fulltrúi, En það þýðir samt ekki að ég sé óreyndur einstaklingur varðandi hjálpsemi og stuðning til góðvildar. Ég er mjög fljótur að læra inná nýja hluti og tek þeim mjög alvarlega, ég er þannig persóna að ég legg mig allan fram í því sem ég geri og legg mikinn metnað í þeim verkefnum sem ég tek að mér. Ég er mjög ábyrgðarfullur og tek lífinu alvarlega þar sem ég legg mig allan fram í því sem ég geri. Að vera fulltrúi nýnema í NST getur verið mikil ábyrgð. Ég vil vera sá fulltrúi sem stefnir á stórt markmikið fyrir nýnema og almennt fyrir námsmenn í heild sinni. Að vera sú persóna eða einstaklingur sem fólk getur leitað til eftir aðstoð eða hugmyndum tek ég mjög alvarlega hvort sem það er í skólanum eða fyrir utan skólans. Ég er þannig persóna sem er alltaf opin fyrir hugmyndum og ráðleggingum og sú hugmynd getur verið boðin fram til Nemendasambandsins. Ég horfi á þetta sem nýtt tækifæri fyrir mér sjálfum, til að veita stuðning og vera til staðar fyrir nemendur í nýju starfi sem og nýnema fulltrúi skólans. Þar sem ég vil gera fyrir skólann er að nemendum líði vel og að allir nemendur hafi gott félagslíf í skólanum.  Ég er all-in í þetta stóra verkefni fyrir hönd skólans og nýnema, það eru spennandi tímar framundan.
Lengi lifir Tækniskólinn! Húrra! ????

Frábærar kveðjur,
Garðar Máni.

Ylfa Dröfn

Hæhæ, ég heiti Ylfa og er að bjóða mig fram í nemendasamband Tæknó sem fulltrúa nýnema. Er mjög chill manneskja og get verið svoldið mikil ljóska, en það er bara gaman að því ;). Það sem ég vill gera fyrir skólann er að láta öllum líða eins og þau séu velkomin og svo líka að plana helling af helluðum viðburðum. 

You’re doing amazing, sweetie.
-Kris Jenner-