Jólakvöld NST

Fimmtudaginn 1. desember verður hið árlega Jólakvöld NST haldið í matsalnum á Skólavörðuholti, kósýheitin byrja kl 19:00 og standa fram eftir kvöldi.
Böddi trúbador verður á staðnum og Þórhallur Þórhallsson lítur við með brjálaðslega fyndið uppistand!
Heitt kakó og flestar gerðir af jólasmákökum í boði.
Við ætlum að bjóða uppá spil, piparkökuskreytingar og almenna skemmtun.
Við hvetjum alla til þess að mæta og eiga notarlega stund með okkur áður en jólaprófin hefjast.

jolasv_29_des

Tækniskólinn og MA í Morfís

Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi – Morfís
Tækniskólinn mætir Menntaskólanum á Akureyri í Morfís á föstudaginn 18. nóvember kl. 20:00 í Vörðuskóla.
Nú eru allir hvattir til að mæta og styðja lið Tækniskólans í skemmtilegri keppni.

Facebook eventinn er HÉR!

Lið Tækniskólans skipa:

Liðsstjóri: Kristján Ásgeir Svavarsson

Frummælandi: Huginn Thor

Meðmælandi: Ólafur Hrafn Halldórsson

Stuðningsmaður: Davíð Snær Jónsson

Aðrir liðsmenn: Bjartur Þórhallsson & Hörður Þór Hafsteinsson

Umræðuefni kvöldsins er sifjaspell, Tækniskólinn er á móti, MA er með.

morfis_mynd

Bíóferð!

Fimmtudaginn 27. október ætlum við að skella okkur í bíó og sjá Jack Reacher: Never Go Back. Sýningin hefst kl. 20:00 í Sambíóunum Álfabakka. Miðaverð er 1.500 kr.- og innifalið er miði á myndina, miðstærð popp og gos og afsláttarkort NST. Miðasala fer fram á nst.is/midasala/ A.t.h. sama notendanafn og lykilorð sem notað var fyrir síðustu miðasölu.
—ALLIR SEM KAUPA MIÐA Í BÍÓ FÁ FRÍTT AFSLÁTTARKORT—
—Stakt afsláttarkort NST kostar 1000kr.- og fæst á skrifstofu NST!—

jack_r