Handboltamót framhaldsskólanna

Handbolti

Mótið var áður fyrr haldið um nokkurra ára skeið á síðustu öld og var óformlegt framhaldskólamót. Í fyrra fór NFF af stað með mótið á nýjan leik, fyrir frumkvæði nokkurra handknattleiksmanna á afreksbraut.

Mótið fer fram 17. janúar í íþróttahúsinu Strandgötu og er mótið unnið í samstarfi við HSÍ. Spilað verður eftir venjulegum handboltareglum, með HDSÍ dómara, en þó verður leiktíminn eflaust styttur.

Vonumst til að sem flestir skrái sig hjá okkur hér.

Langar þig frítt í bíó?

frett3Langar þig frítt í bíó?
NST ætlar að gefa 100 bíómiða og miðstærð popp og gos á hryllingsmyndina Annabelle!

Það eina sem þú þarft að gera er.
1. Eiga eða kaupa afsláttarkort NST, afsláttarkortið kostar 1.000. Kr og hægt er að nýta sér afslætti í verslunum og veitingastöðum út um allan bæ.
2. Koma uppí NST á 5.hæð á Skólavörðuholtinu í hádeginu – 12:35 (hjá bókasafninu), við munum gefa miða í öllum hádegishléum fram á fimmtudag, eða þangað til miðarnir klárast.
3. Mæta í Sambíóin Álfabakka fimmtudaginn 16. október Kl: 22:00.

Fyrstir koma fyrstir fá.

Aðrir geta mætt í bíóið og fengið sérstakt tilboð á sýninguna.
-Verð fyrir bíómiða og miðstærð popp og gos er 1.400 Kr, þeir sem velja það biðja um tilboð #11 í miðasölunni í Álfabakka.

-NST