Nýnemarave

NST ætlar að dansa í iÐNÓ fimmtudaginn 31. ágúst!!!

MIÐASALA ER BYRJUÐ! En bara fyrir nýnema. Miðvikudag og fimmtudag geta aðeins nýnemar keypt miða. Þið finnið hlekk á miðasölu í pósthólfi á Innu.

Á föstudaginn 25. ágúst kl. 12:00 opnar miðasala fyrir aðra nem­endur Tækni­skólans. Fáið link á miðasölu í töluvpósti og við póstum honum í story á Instagram. Miðasala fyrir gesti sem eru ekki  í Tækniskólanum opnar kl. 12:00 mánu­daginn 28. ágúst. Miðasala á ballið lokar 12:00 miðvikudaginn 30. ágúst.

Miðaverð er 5.000 kr. fyrir nem­endur í Tæknó en 6.000 kr. fyrir aðra gesti. Ballið byrjar kl. 22:00 en það verða allir að vera mættir þangað með skilríki fyrir kl. 23:00 þegar húsið lokar. Ballinu lýkur kl. 01:00.

Áður en þú kaupir miða skalt þú lesa allt um skólaböll það eru nefnilega reglur sem gilda. Ölvun ógildir miðann!

Love Island, Anime, Call the midwife s04e04 og eitthvað random stöff!

Stórskemmtilegt Gettu betur lið Tækniskólans mætti FG í Gettu betur í gærkvöldi. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ hafði betur að þessu sinni.

Frá vinstri: Óðinn Logi Gunnarsson, Auður Aþena Einarsdóttir og Emil Uni Elvarsson.

Karakter liðsins fer ekki framhjá neinum, eins og sjá má í þessari kynningu! Love Island, Anime, Call the midwife s04e04 og eitthvað random stöff eru helstu styrkleikar liðsins. Síðan kemur engum á óvart að Emil Uni er ekki með neina veikleika.

NST þakkar liðinu fyrir vasklega framkomu og alla vinnuna sem þau hafa lagt á sig. Sérstakar þakkir fá Auður Aþena og Emil Uni sem tilkynntu að þetta væri þeirra síðasta ár sem liðsmenn í GB. Takk fyrir að vita svona mikið um random hluti og fyrir að vera almennir snillingar!

Bjartur Sigurjónsson VANN Átótjúnið

Átótjúnið, söngkeppni Tækniskólans, var haldið í síðustu viku – þar sem 14 þátttakendur stigu á svið og heilluðu áhorfendur og dómnefnd skólans 🤗

Umgjörðin var hin glæsilegasta og nemendur skólans stóðu sig með mikilli prýði við utanumhald og framkvæmd 👏 Besti þakkir Ingi Björn Ingason og húsbandið fyrir tónlistina ✌️

Sigurvegari kvöldsins og fulltrúi skólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna er BJARTUR SIGURJÓNSSON nemandi á tölvubraut. Hann söng lagið Never blue🏆 

Í öðru sæti var Birgitta Ólafsdóttir hljóðtækinemi með lagið Love in the dark og í því þriðja Daníel Steinar Kjartansson í Raftækniskólanum með Moondust.

Til hamingju Bjartur og til hamingju þið öll sem gerðuð Átótjúnið að veruleika 🙏