Bjartur Sigurjónsson VANN Átótjúnið

Átótjúnið, söngkeppni Tækniskólans, var haldið í síðustu viku – þar sem 14 þátttakendur stigu á svið og heilluðu áhorfendur og dómnefnd skólans 🤗

Umgjörðin var hin glæsilegasta og nemendur skólans stóðu sig með mikilli prýði við utanumhald og framkvæmd 👏 Besti þakkir Ingi Björn Ingason og húsbandið fyrir tónlistina ✌️

Sigurvegari kvöldsins og fulltrúi skólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna er BJARTUR SIGURJÓNSSON nemandi á tölvubraut. Hann söng lagið Never blue🏆 

Í öðru sæti var Birgitta Ólafsdóttir hljóðtækinemi með lagið Love in the dark og í því þriðja Daníel Steinar Kjartansson í Raftækniskólanum með Moondust.

Til hamingju Bjartur og til hamingju þið öll sem gerðuð Átótjúnið að veruleika 🙏

MORFÍs – Tækniskólinn vs. FS

Núna á mánudaginn 30. janúar klukkan 18:00 mætir Tækniskólinn – Fjölbrautarskóla Suðurnesja í mælsku- og rökræðukeppninni MORFÍs.

Umræðuefnið er O.F.U.R.H.E.T.J.U.R. – Tækniskólinn mælir á móti ofurhetjum!

Keppnin er á Reykjanesi – ef þig langar á keppnina þá býður NST þeim sem vilja ókeypis í rútuferð horfa á keppnina. Pizzu líka í FS ef það er stemning fyrir því.

Ef þú vilt koma sendu bara tölvupóst á [email protected] í síðasta lagi á sunnudaginn.

FRÍS – ert þú til í að streyma keppnunum?

Á mánudaginn byrjuðu framhaldskólaleikarnir FRÍS þar sem keppt er í Rafíþróttunum CSGO, Rocket League og Valorant.

Til að hefja leika mun CSGO lið Tæknó E-Sports keppa á móti Menntaskólanum á Egilsstöðum og Rocket League Tæknó E-Sports keppast við Menntaskólanum á Tröllaskaga.

Við erum að leita af einstaklingum til að streyma leikjunum þannig ef þú hefur áhuga máttu endilega hafa samband við Lilju sem kemur þér í samband við Vigfús þjálfara.

Hér finnur þú meiri upplýsingar um FRÍS – þú getur líka fylgst á Discord!