Komin í 16. liða úrslit – Metnaður!

Lið Tækniskólans vann öruggan sigur á Mennta­skól­anum að Laug­ar­vatni í fyrstu umferð Gettu betur, 30-16. Hlusta má á viðureignina á vef RÚV.

16-liða úrslitin fara fram á mánudag 16. janúar þar sem Tækni­skólinn mætir Mennta­skól­anum á Akur­eyri. Keppnin verður í beinni útsend­ingu á Rás 2. 

Mætum á keppn­isstað, í útvarps­húsinu við Efsta­leiti.

Lið Tækni­skólans skipa Auður Aþena Ein­ars­dóttir, Emil Uni Elvarsson og Óðinn Logi Gunn­arsson. Þjálf­arar liðsins eru Þorsteinn Magnússon og Kol­beinn Sæmundur Hrólfsson.

MORFÍs prufur


Kannt þú að tala? Finnst þér gaman að rökræða?
Viltu verða ræðumaður í MORFÍs liði Tækniskólans?

MORFÍs lið Tækniskólans leitar að ræðumanni og varamönnum. Þjálfarar liðsins, Huginn Þór og Sunna Dís, eru með prufur í næstu viku.

En hvernig verða prufurnar?
Afar einfaldar! Þú þarf ekkert að undirbúa þig sérstaklega. Bara mæta! Þjálfararnir verða með nokkrar tilbúnar ræður sem þú bara skoðar og velur eina sem hentar þér. Þú færð tíma til að æfa þig, svo þarftu bara að flytja hana fyrir þjálfarana.

Hvenær eru þær?
Í næstu viku, 9.-12. janúar eða mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag milli kl. 17:00 og 18:00 !
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ MÆTA ALLA DAGANA!
Mætir bara þegar þér hentar!

Hvar eru prufurnar?
Í Tækniskólanum á Skólavörðuholti í stofu 400 sem heitir Snorrastofa!

Ef þig vantar frekari upplýsingar getur þú haft samband við þjálfarana Sunnu Dís – [email protected] eða Huginn Þór – [email protected]. Eða Lilju starfsmann Tækniskólans sem sér um félagsmálin í skólanum.

Leiklistarnámskeið

Leikfélag Tækniskólans, Mars, býður til leiklistarnámskeiðs í tveimur hlutum fyrir alla tækniskólanema. Fyrsti tími er þriðjudag 22. nóvember klukkan 18-21 en námskeiðið er svo á sama tíma dagana 24. nóv, 29. nóv, 1. des og 2. des.

Námskeiðið fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg. Salinn má finna á annarri hæð skólans (til vinstri þegar komið er upp stigann).

Eftir Jólafrí kemur að seinni hluta námskeiðsins sem hefst um miðjan janúar 2023.
Farið verður í stutta skemmtilega leiklistar æfingar og leiki sem leikstjórinn okkar, Guðmundur Haraldsson, mun stjórna.
Námskeiðið kynning á leiklist og einnig geta áhugasamir tekið þátt í Leiksýningunni Lísa Í Undralandi 13. Sem verður frumsýnd í mars.

Nánari upplýsinga er hægt að óska á [email protected]