Nýnemaferð Tækniskólans

Þann 14-15. september 2017 verður farið í hina árlegu nýnemaferð Tækniskólans. Ferðinni er heitið á gistiheimilið Art Hostel á Stokkseyri (Hafnargata 9). Við gistiheimilið er sundlaug og sjoppa.

Lagt verður af stað frá Tækniskólanum: Hafnarfirði kl. 15:30 Skólavörðuholti kl. 16:00. Gist verður í eina nótt og lagt verður af stað heim upp úr hádegi daginn eftir. Áætluð heimkoma er klukkan 13:00. Stjórn NST sér fyrir kvöldvöku, sundlaugarpartýi, grilli o.fl. skemmtilegu sem allt er gert til þess að nýnemarnir kynnist betur hver öðrum sem og nemendafélaginu. Þetta er gert í von um að næstu dagar, vikur, mánuðir og ár verði sem allra eftirminnilegust og skemmtileg.

Ferðin er með öllu áfengis og vímuefnalaus og verða starfsmenn skólans með í för en hægt verður að hafa samband við Þorvald Guðjónsson, félagsmálafulltrúa (S. 698-3857) meðan á ferðinni stendur. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi ferðina má hafa samband við Davíð Snæ, formann NST (S. 821-4331) eða með tölvupósti á (nst@tskoli.is).

Nemendafélagið mun síðan bjóða upp á pylsur, grænmetispylsur og gos um kvöldið en nemendur þurfa sjálfir að taka með sér morgunverð og snarl. Taka þarf með sér dýnu, svefnpoka og sundföt og að sjálfsögðu hlý föt í samræmi við veður. Þægilegt er að nemendur taki farangurinn með sér í skólann en hægt verður að geyma hann í stofum meðan nemandi sækir kennslustundir. Verð fyrir ferðina er 4500 krónur og með fylgir miði á ballið sem er 21. september.

Koma þarf með leyfisbréfið í ferðina. Með undirskrift forráðamanns er nýnema gefið leyfi til þess að fara í nýnemaferðina. Ef nemandi verður uppvís að broti á skólareglum verða forráðamenn að sækja nemandann eða hann sendur heim á eigin kostnað.

Miðasala fer fram á www.nst.is/midasala

Nýnemaferð Tækniskólans

Bingó kvöld 23. mars

Fimmtudaginn 23. mars nk. ætlum við að vera með Bingó kvöld í Tækniskólanum Hafnarfirði
Húsið opnar kl. 19:00.
Spjaldið kostar 300 kr. og er fjölnota 🙂
Pizzur verða seldar á staðnum á lágu verði!
Sjáumst hress fimmtudaginn 23. mars.

Bíóferð!

Fimmtudaginn 27. október ætlum við að skella okkur í bíó og sjá Jack Reacher: Never Go Back. Sýningin hefst kl. 20:00 í Sambíóunum Álfabakka. Miðaverð er 1.500 kr.- og innifalið er miði á myndina, miðstærð popp og gos og afsláttarkort NST. Miðasala fer fram á nst.is/midasala/ A.t.h. sama notendanafn og lykilorð sem notað var fyrir síðustu miðasölu.
—ALLIR SEM KAUPA MIÐA Í BÍÓ FÁ FRÍTT AFSLÁTTARKORT—
—Stakt afsláttarkort NST kostar 1000kr.- og fæst á skrifstofu NST!—

jack_r