NST Frumsýning á SPECTRE

Nemendasamband Tækniskólans verður með frumsýningu á nýjustu James Bond myndinni Spectre.
Sýningin verður í Laugarásbíó þann 4. nóvember kl 16:00.
Fyrstu 100 miðarnir verða gefins gegn framvísun afsláttarkorts NST. Þeir sem ekki eru með afsláttarkort eða ná ekki frímiða geta keypt miða á sýninguna fyrir einungis 1000 kr. (innanskóla) innifalið í því er miðstærð af popp og kók, ef þið viljið bjóða manneskju utan skóla þá kostar 2000 kr. fyrir þá, popp og kók er líka innifalið þar.
Miðasala og miðagjöf verður í hádegishléinu á þriðjudaginn 27. október kl. 12:50 í matsalnum á Skólavörðuholti, miðvikudaginn 28.október kl. 12:30 í matsalnum í Hfnarfirði og á fimmtudeginum 29.október kl. 12:50 á Háteigsvegi.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
A.T.H. Að það þarf að skrá sig og greiða fyrir kl. 13:00, þriðjudaginn 3.nóvember, en það fer fram á skrifstofum félagsins á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði.
bond

Busaball Tækniskólans 2015

Húsið opnar kl 22:00
Húsið lokar kl 23:00
Ballinu lýkur kl 01:00

Fram koma:
DJ Heiðar Austmann
Emmsjé Gauti
Úlfur Úlfur

Miðaverð:
Innan Tækniskólans 1500 kr
Utan Tækniskólans 2500 kr

Miðasala í öllum hádegishléum frá kl. 12:30 – 13:10 á skrifstofu NST 5.hæð skólavörðuholti, í matsal nemenda í Hafnarfirði

Nánari upplýsingar um ballið fást á skrifstofu NST eða á [email protected]

busaballnstposter1

Árshátíð Tækniskólans 2015

 

Árshátið Tækniskólans 2015 verður haldin í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Hinn eini og sanni Páll Óskar mun koma og halda uppi stuði til 01:00! Húsið opnar kl. 18:30 og maturinn byrjar kl. 19:00. Ballið hefst svo kl. 22:00 og húsið lokar kl 23:30!

Við vonumst til að sjá sem flesta en miðasala á árshátíðina verður alla daga fram að henni kl 12:35 í matsalnum*

Verðlisti,
Ball og matur
NST – 4000.- kr.
ÓNST – 5000.- kr.

Ball
NST – 2500.- kr.
ÓNST – 3500.- kr.

Með afsláttarkorti NST**
Ball – 2000.- kr.
Ball og matur – 3500.- kr

*Miðasala á Háteigsvegi 20.23 og 25 mars.
**Aðeins einn miði á hvert NST-afsláttarkortArshatidnstsida